Grillvagninn veisluþjónusta

Umsagnir viðskiptavina Grillvagnsins

Hópur á vegum Nordic Visitor

17.09.2015

Það var frábært að nýta þjónustuna ykkar, enda snögg í svörum, reddið öllu og afskaplega elskuleg í þokkabót! Og það sem mestu máli skiptir: Hópurinn var í skýjunum með matinn ykkar og fóru klárlega út með bros á vör. Bestu þakkir fyrir okkur, ég hlakka til að panta ykkur aftur!  -Perla.

Grillpartý

15.05.15

Hæ hæ, ég vildi bara þakka fyrir meiri háttar góðan mat og frábæra þjónustu " glaða kokka ! Það voru allir í skýjunum eftir kvöldið, gaman þegar allt heppnast svona vel, og þið meigið vera stoltir af ykkar þjónustu. Kv. Unnur

Stórfjölskylduveisla í Skeifunni.

17.02.15

Sælir! Ég leita til ykkar vegna góðrar umsagnar bæði varðandi gæði matar og einstök liðlegheit og þjónustulund ykkar. Síðasta hrósið sem ég heyrði um ykkur var eftir stórfjölskylduveislu s.l. laugardagskvöld sem haldin var í Skeifunni þar sem þið sáuð um matinn. Vilborg :)

20 ára stúdentsafmæli MR

24.05.2014

Ég vil fyrir hóps 20 ára stúdenta frá MR þakka Grillvagninum fyrir að gera góðan dag enn betri. Maturinn allur var til fyrirmyndar í alla staði og var haft sérstaklega á orði hve berneaise var góð. Framreiðslan var óaðfinnanleg og var framkvæmd með bros á vör og slógu kokkarnir á létta strengi við gesti sem féll í góðan jarðveg. Hafið kæra þökk fyrir.

Starfsmannafélag Creditinfo

16.05.2014

Takk kærlega fyrir okkur það voru allir ánægðir með matinn sem var mjög góður og strákarnir voru þægilegir og virkilega næs :) Bestu kveðjur Unnur

Árshátíð

22.02.2014

Sæll Við þökkum kærlega fyrir frábæra veislu. Maturinn var fullkominn í alla staði, eftirrétturinn smellpassaði og þjónustan til fyrirmyndar!! Bestu kveðjur Starfsmannafélag 13G

Hafðu Samband

- Grillvagninn slf.
- Flugumýri 8
- 270 Mosfellsbæ
- Mobil. 898 3189
- Tlf. 566 6189

- Veftré

Samfélagsmiðlar

- Facebook

Grillvagninn@Grillvagninn.is | SÍMI 566-6189 | GSM 898-3189