Grillvagninn veisluþjónusta

Fréttir Grillvagnsins

Aukin umsvif hjá Grillvagninum.

24.02.2015

Vegna aukina umsvifa hjá okkur höfum við ákveðið að bæta við okkur grillbíl og eikur það þjónustustig okkar. Bílarnir okkar eru því orðnir 7. Keyptur var nýr Bens og verður settur á hann kassi sem innréttaður er með nýju fullkomnu eldhúsi. Mikil eftirvænting er hjá okkur og verður spennandi að fara með veislur um landið í sumar. Við erum einnig búnir að vera á fullu í vetur þó svo að veðrið hafi ekki alltaf verið okkur hagstætt. Við látum það ekki stoppa okkur og erum á ferðinni í hvaða færi sem er. :-)

Allt á fullu hjá Grillvagninum !!

15.03.2013

Það má nú segja að það sé allt að gerast hjá Grillvagninum á þessu herrans ári 2013. Þeysum við nú af miklum móð lands-hlutana á milli með veislur af öllum gerðum og stærðum. Mikil vinna liggur á bakvið allar þessar veislur og væri þetta ekki hægt ef ekki væri fyrir þetta frábæra starfsfólk sem er hjá okkur :-) Gleðilegt sumar landsmenn og megið þið njóta grilltímans í botn !!

Grillvagninn í nýtt húsnæði

12.05.2012

Þá hefur Grillvagninn fært sig um set og er komin í nýtt og betra húsnæði. Í nýja húsnæðinu okkar er allt orðið klappað og klárt fyrir komandi veislur. Þetta eru mikil stakkaskipti í sögu Grillvagnsins hvað varðar pláss og aðstöðu. Allt til að gera veisluna betri. Þar sem nóg er plássið getum við e.t.v boðið upp á fleiri rétti en áður hefur verið. En öll erum við sæl og kát með nýju aðstöðuna okkar og mætti segja að þetta hafi verið tilvalinn afmælisgjöf þar sem Grillvagninn varð 20 ára á sl ári.

Hafðu Samband

- Grillvagninn slf.
- Flugumýri 8
- 270 Mosfellsbæ
- Mobil. 898 3189
- Tlf. 566 6189

- Veftré

Samfélagsmiðlar

- Facebook

Grillvagninn@Grillvagninn.is | SÍMI 566-6189 | GSM 898-3189